Villinorn 6
Villinorn 6
2.500 kr.
Hver einasta villinorn í hringnum verður að geta spornað við afturkomunni. Það má alls ekki láta undan, hvorki fortölum né valdi. Einhver verður að fylgja henni síðasta spölinn inn í dauðraríkið. Annars fer hún ekki yfir.
Bestla Blóðkind er snúin aftur til lífsins og ætlar að gera allt sem í hennar valdi stendur til að halda lífi, þótt hún þurfi að éta hverju einustu veru á jörðinni til þess. Klara og nornahringurinn hennar eru þau einu sem geta stoppað Blóðkindina en það krefst fórnar.
Afturkoman er sjötta og síðasta bókin í danska bókaflokknum Villinorn, eftir verðlaunahöfundinn Lene Kaaberbøl. Þar segir frá Klöru og baráttu hennar við ill öfl í villtri náttúrunni. Villinornarbækurnar hafa komið út á 17 tungumálum.
- Vildheks 6, Genkommeren, Lene Kaaberbøl
- Jón St. Kristjánsson þýddi, 2021
- Bókarkápa: Christina Kuschkowitz
- Bókarhönnun: Studio Studio
- Kilja, 130 x 197 mm
- 188 blaðsíður