Hestar – útgáfuhelgi

Höfundur: María Rán Guðjónsdóttir,


Kæru landsmenn, hold your horses! Nú um helgina munu Rán Flygenring og Hjörleifur Hjartarson fagna því að bók þeirra HESTAR er komin sjóðheit úr prentvélinni. Af því tilefni verða höfundarnir í Ásmundarsal um helgina þar sem þau: leiða saman hesta sína, setja sig á háan hest, sleppa fram af sér beislinu og árita bækur (að sjálfsögðu með hanska og í hæfilegri fjarlægð og að því gefnu að þau bæði séu við hestaheilsu). Teikningarnar í bókinni verða til sýnis og sölu ásamt sérstökum hestalitaveggspjöldum. Bókin verður á tilboðsverði og fylgir hestalitabók öllum seldum bókum um helgina.Rán og Hjörleifur verða á staðnum milli kl. 13:00 og 16:00 laugardag og sunnudag. Hjörleifur les upp úr bókinni kl. 14:00 og 15:00, báða dagana, og...

Lesa alla fréttina